„Ekki spyrja um Rooney“

José Mourinho á Old Trafford í dag.
José Mourinho á Old Trafford í dag. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United var ánægður með 4:1 sigurinn á Englandsmeisturum Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mourinho tók fyrirliða United, Wayne Rooney út úr liðinu fyrir leikinn sem hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og hafði Portúgalinn eftirfarandi að segja um það:

„Ég er með 23 leikmenn og ef ég spila ekki Rashford þá er ég spurður hvers vegna ég geri það ekki. Þegar ég spila ekki Lingard er ég spurður hvers vegna. Þið talið alltaf um þá leikmenn sem eru ekki að spila. Í dag ættuð þið að tala um Mata og Rashford. Ekki spyrja um Rooney. Rooney er jafn ánægður og aðrir í búningsklefanum vegna þess að Man. United vann. Það er málið,“ sagði Mourinho.

Hann var að vonum afar ánægðir að vinna Englandsmeistaran á jafn sannfærandi hátt og raun ber vitni, þrátt fyrir að þrjú marka United á fimm mínútna kafla hafið komið eftir hornspyrnu.

„Við unnum meistarana, ekkert venjuleg lið. Það vita allir hversu erfitt það er að spila á móti Leicester,“ sagði Mourinho.

„Ég veit að við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum en við bjuggum til mörkin vegna þess að við réðum lögum og lofum í leiknum. Við héldum boltanum meira og leikurinn fór mikið fram á þeirra síðasta þriðjungi. Við fengum fleiri færi, fleiri skot, við stýrðum leiknum á allan hátt,” sagði José Mourinho.

„Í fyrsta lagi þarf sendingin var að góð og í öðru lagi þurfum við að vera grimmir í loftinu. Vanalega þegar horn eru greind þá er um varnarmistök að ræða en ég þarf ekki að tjá mig um það. Við fengum mör gönnur færi til að skora, áttum margar fallegar sóknir þar sem við hefðum getað skorað mörk,” sagði Mourinho.

Wayne Roone lék aðeins síðustu mínúturnar í leiknum í dag.
Wayne Roone lék aðeins síðustu mínúturnar í leiknum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert