Rooney tekinn úr liði United

Wayne Rooney hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína.
Wayne Rooney hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína. AFP

Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, hefur verið tekinn úr liðinu fyrir leikinn gegn Englandsmeisturum Leicester í ensku úrvalsdeildinni sem hefst klukkan 11.30.

Rooney hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína að undanförnu og er settur á bekkinn í dag. Þeir Jesse Lingard, Marcus Rashford og Zlatan Ibrahimovic eru í sóknarlínu liðsins. Chris Smalling er með fyrirliðabandið í fjarveru Rooney.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is sem opna má HÉR.

Byrjunarliðin má sjá hér að neðan.

Man Utd: De Gea; Valencia, Smalling, Bailly, Blind; Pogba, Herrera; Rashford, Mata, Lingard; Ibrahimovic.

Leicester: Zieler, Simpson, Huth, Morgan, Fuchs, Mahrez, Drinkwater, Amartey, Albrighton, Slimani, Vardy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert