Besti árangur Liverpool í 121 ár

Leikmenn Liverpool fagna einu af 40 mörkum sínum á tímabilinu.
Leikmenn Liverpool fagna einu af 40 mörkum sínum á tímabilinu. AFP

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu að loknum ellefu umferðum og raunar hefur flest gengið liðinu í hag það sem af er tímabili.

Alls hefur Liverpool skorað 40 mörk í 14 leikjum samtals á tímabilinu og er það besti árangur félagsins í heil 121 ár. Það þarf að fara allt til tímabilsins 1895-1986 til þess að finna fleiri mörk skoruð eftir jafn marga leiki, en þá hafði liðið skorað 48 mörk samkvæmt tölfræðivefnum Opta.

Liverpool hefur skorað 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni og tíu mörk í þremur leikjum í enska deildabikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert