Chelsea rannsakar kynferðisofbeldi

Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea. AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea ætlar að rannsaka hvort kynferðisofbeldi hafi átt sér stað hjá félaginu á áttunda áratugnum. 

BBC greinir frá málinu og segir rannsóknina beinast að starfsmanni hjá félaginu á áttunda áratugnum. Sá mun vera látinn. 

Chelsea hefur greint enska knattspyrnusambandinu frá rannsókninni og mun njóta aðstoðar sambandsins eftir þörfum. Félagið mun þá einnig deila upplýsingum sem fram kunna að koma með sambandinu. 

Óttast að fórnarlömbin skipti hundruðum 

Þjálfarinn nauðgaði honum hundrað sinnum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert