Hvað gera Liverpool og United?

Jürgen Klopp fagnar með Sadio Mane.
Jürgen Klopp fagnar með Sadio Mane. AFP

Liverpool og Manchester United verða bæði á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Klukkan 13.30 hefst leikur Bournemouth og Liverpool og með sigri kemst Liverpool upp í annað sæti deildarinnar. Liverpool hefur aldrei tapað fyrir Bournemouth en frá árinu 1927 hafa liðin mæst níu sinnum þar sem Liverpool hefur unnið 7 leiki og jafnteflin eru 2. Liverpool er ósigrað í síðustu 11 deildarleikjum sínum.

Klukkan 16 verður flautað til leiks í leik Everton og Manchester United á Goodison Park. Everton er í 8. sæti með 19 stig en United er sætinu fyrir ofan með 20. Manchester United fagnaði sigri í öllum þremur viðureignum liðanna í fyrra og þar á meðal í undanúrslitunum bikarkeppninnar. Manchester-liðið hefur 15 sinnum fagnað sigri á Goodison Park en Everton hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum liðanna á heimavelli. Everton hefur vegnað illa síðustu vikurnar og hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum.

Wayne Rooney fyrirliði Manchester United tekur út leikbann í dag gegn sínu uppeldisfélagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert