Mourinho sakaður um skattsvik

Ronaldo og Mourinho eru báðir sakaðir um að hafa svikið …
Ronaldo og Mourinho eru báðir sakaðir um að hafa svikið undan skatti. AFP

Breskur þingmaður telur að þarlend yfirvöld ættu að rannsaka skattamál knattspyrnustjórans José Mourinho. Hann er sakaður um að hafa notað aflandsfélög til að komast hjá því að borga skatta. 

Mourinho er sakaður um að hafa fært milljónir punda á reikninga á Bresku-Jóm­frúareyj­un­um til að forðast skattinn. 

Umboðsmaður Mourinho, Jorge Mendes, segir slíkar ásakanir úr lausu lofti gripnar. 

Eins og áður hefur komið fram hafa blaðamenn um allan heim rannsakað vafa­sam­ar milli­færsl­ur á pen­ing­um í evr­ópska fót­bolt­an­um. Þar kemur fram að Mourinho er talinn hafa falið 12 millj­ón­ir evra á sviss­nesk­um reikn­ingi sem var í eigu fyr­ir­tæk­is á Bresku-Jóm­frúareyj­un­um.

Einnig kemur þar fram að Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefði getað falið 150 millj­ón­ir evra í skatta­skjól­um í Sviss og á Bresku-Jóm­frúareyj­un­um. Kapp­inn er sagður hafa notið góðs af ein­hvers kon­ar kerfi sem umboðsmaður hans, Jor­ge Mendes, bjó til.

Frétt mbl.is: Afhjúpa vafasöm viðskipti í boltanum

Samkvæmt áðurnefndum skjölum á Mourinho að hafa svikið undan skatti þegar hann var knattspyrnustjóri Chelsea á árunum 2004 - 2007 og síðan þegar hann var knattspyrnustjóri Real Madrid 2010 - 2013.

„Ég tel að það sé mikilvægt að yfirvöld fari vel yfir þessi mál,“ sagði breskur þingmaður í samtali við BBC og bætti við að slíkar ásakanir væru erfiðar fyrir stuðningsmenn liða sem eyða aleigunni í að kaupa miða á leiki.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert