Reiknar ekki með Carrick og Mkhitaryan

Henrikh Mkhitaryan fagnar marki sínu í kvöld.
Henrikh Mkhitaryan fagnar marki sínu í kvöld. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Michael Carrick og Henrikh Mkhitaryan séu tæpir fyrir úrslitaleikinn gegn Southampton í deildabikarkeppninni sem fram fer á Wembley á sunnudaginn.

Báðir fóru þeir meiddir af velli í 1:0 sigri United gegn Saint-Étienne í Evrópudeildinni í kvöld.

„Ég held að Henrikh og Michael séu báðir úr leik. Það er byggt á minni reynslu og læknisfræðilegu áliti. Þeir verða báðir skoðaðir betur á morgun,“ sagði Mourinho.

Gott gengi United heldur áfram en liðið vann einvígið gegn franska liðinu samanlagt 4:0.

„Við erum ekki ósigrandi en árangurinn er virkilega góður. Það er gott að hafa tapað aðeins einum leik síðustu fjóra mánuðina. Þetta er góð tilfinning en einn daginn eigum við eftir að tapa,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert