Ranieri mætti á æfingasvæðið

Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. AFP

Ítalski knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri, sem rekinn var á föstudag úr starfi hjá Englandsmeisturum Leicester, mætti á æfingasvæði Leicester í morgun til þess að kveðja leikmenn og starfsfólk félagsins.

„Mér líður vel,“ sagði Ítalinn við fréttamenn Sky Sports sem biðu fyrir utan heimili hans í morgun er hann fór í síðustu ferð sína á æfingasvæði Leicester til að kveðja fólkið.

Spurður hvort honum liði virkilega þannig svaraði Ranieri: „Já auðvitað, vegna þess sem við afrekuðum hjá Leicester. Ég vona að það gerist aftur, en það verður mjög erfitt,“ sagði Ranieri.

„Ég vil ekki ræða við neinn. Ég vil bara þakka stuðningsmönnunum fyrir. Þeir eru frábærir. Takk fyrir,“ sagði Ranieri.

Spurður hvort það hafi verið tilfinningaþrungið að hitta leikmenn sína eftir brottreksturinn sagði Ranieri ekki svo vera, heldur hafi það verið „eðlilegur“ fundur.

Ranieri sést hér að neðan ræða við nokkra stuðningsmenn Leicester í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert