Rifjar upp tapleikinn gegn Íslendingum

Marcus Rashford.
Marcus Rashford. AFP

Marcus Rashford, framherji Manchester United og enska landsliðsins, segir að Wayne Rooney hafi rætt einslega við alla leikmenn landsliðsins eftir tapið gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu í Frakklandi síðastliðið sumar.

Leikmenn enska landsliðsins sátu niðurbrotnir í búningsklefanum eftir ósigurinn gegn Íslendingum í Nice og í kjölfarið sagði landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson upp starfi sínu.

„Þegar voru vorum slegnir út af Íslandi á Evrópumótinu voru það gríðarleg vonbrigði. Við sátum allir inni í búningsklefanum eftir leikinn og vissum ekki hvað við áttum að hugsa. En Wayne stóð upp og sagði við hvern okkar: „Upp með hausinn. Við höfum um margt að berjast í framtíðinni og lítið fram á veginn,“ segir Rashford.

„Við erum á þessum stað núna. Við erum með hausinn uppréttan og erum að berjast fyrir framtíðinni. Hópurinn er ungur en við viljum skrifa söguna,“ segir Rashford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert