35 milljóna punda verðmiði á Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Ljósmynd/swansea

Everton kemur til með að þurfa að greiða 35 milljónir punda, jafnvirði 4,7 milljarða króna, fyrir Gylfa Þór Sigurðsson ef það ætlar að fá hann í sínar raðir í sumar.

Enska pressan greinir frá þessu en Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, vill ólmur fá Gylfa í sínar raðir en Swansea hafnaði 28 milljón punda tilboði frá Everton í Gylfa Þór fyrir tímabilið.

Ef Swansea tekst að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni gæti reynst erfitt fyrir önnur lið að fá Gylfa en bjargi Swansea sér frá falli munu forráðamenn velska liðsins leggja ofurkapp á að halda Gylfa, sem síðastliðið haust gerði nýjan fjögurra ára samning við félagið.

Gylfi hefur átt frábært tímabil með Swansea og hefur haldið liðinu á löngum köflum á floti. Hann hefur skorað 8 mörk og lagt upp 11 og er hann stoðsendingarkóngur í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert