Stjórinn yfirgefur Watford

Walter Mazzarri.
Walter Mazzarri. AFP

Watford mun þurfa að finna sér nýjan knattspyrnustjóra fyrir næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni, en Walter Mazzarri mun yfirgefa félagið eftir síðasta leikinn á yfirstandandi tímabili á sunnudag.

Í yfirlýsingu frá Watford segir að Mazzarri mun yfirgefa liðið í sumar eftir að hafa rætt við stjórnina um framtíðaráætlanir og markmið liðsins. Síðasti leikurinn undir hans stjórn verður gegn Manchester City á heimavelli á sunnudag.

Hinn 55 ára gamli Mazzarri hefur aðeins stýrt Watford í eitt ár en liðið situr í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina.

Hinn ítalski Mazz­arri er reynslu­mik­ill þjálf­ari sem hef­ur þjálfað lið á borð við In­ter, Na­poli og Samp­doria. Síðast var hann við stjórn­völ­inn hjá In­ter tíma­bilið 2013-14 en var rek­inn í nóv­em­ber 2014. Hann stýrði liði In­ter í Evr­ópu­leikj­un­um á móti Stjörn­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert