Tekst United loks að fá Bale?

Gareth Bale.
Gareth Bale. AFP

Manchester United hefur lengi haft augastað á Wales-verjanum Gareth Bale og fjölmiðlar á Spáni og á Englandi segja að möguleiki sé nú fyrir hendi að Bale gangi í raðir félagsins í sumar.

Ummæli Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid, sem Bale leikur með, hefur opnað fyrir þá umræðu að Bale fari til United en Zidane sagði að hann gæti ekki ábyrgst að Bale yrði um kyrrt hjá félaginu í sumar.

Manchester United reyndi fyrst að kaupa Bale árið 2007 frá Southampton en hann valdi að fara til Tottenham og það varð svo undir í baráttunni við Real Madrid fyrir fjórum árum þegar spænsku risarnir fengu Bale til liðs við sig.

Real Madrid er að reyna að kaupa franska framherjann Kylian Mbappe frá Mónakó og er tilbúið að slá nýtt heimsmet með því að greiða fyrir hann 161 milljón punda. Þar með gæti félagið þurft að losa sig við Bale til að fá fé í kassann en liðið hefur keypt leikmenn í sumar fyrir 90 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert