„Ég skil ekki þessa ákvörðun“

Pep Guardiola á hliðarlínunni í dag.
Pep Guardiola á hliðarlínunni í dag. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var ánægður með dramatískan 2:1-sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en skildi ekki af hverju Raheem Sterling var sendur af velli.

„Það er alltaf einstakt að vinna á síðustu mínútu. Þetta var erfiður leikur og það er alltaf áskorun að spila gegn Bournemouth,“ sagði Guardiola, en Sterling skoraði sigurmarkið á sjöundu mínútu uppbótartímans.

Hann þusti í kjölfarið til stuðningsmanna City við hliðarlínuna þar sem allt ætlaði um koll að keyra og fékk fyrir vikið annað gult spjald fyrir að ógna öryggisaðstæðum á vellinum.

„Ég skil ekki þessa ákvörðun. En ég er ekki dómarinn, þannig er það bara. Vonandi geta þeir [dómararnir] hringt í mig og útskýrt þetta fyrir mér,“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert