Markalaust á ný er United kom á Anfield

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan á Anfield annað árið í röð er Manchester United kom í heimsókn í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var nokkuð fjörugur eins og jafnan er þegar þessi lið mætast og bæði lið fengu góð færi til að skora.

Liverpol var sterkari aðilinn í leiknum í dag og skapaði sér fleiri færi en liðinu skorti bit á fremsta þriðjungi vallarins og saknaði mögulega Sadio Máne sem er meiddur. Liðið hefur nú aðeins unnið einn leik af síðustu átta leikjum.

Joel Matip, varnarmaður Liverpool, komst næst því að skora í leiknum í dag en David de Gea varði meistaralega frá honum eftir hornspyrnu. Egyptinn Mohamed Salah skaut svo framhjá í sömu andrá eftir að frákastið barst til hans.

Romelu Lukaku fór illa að ráði sínu skömmu síðar er hann komst einn í gegn en afgreiðsla hans var slök og nokkuð beint á Simon Mignolet í marki Liverpool.

United þétti raðirnar í síðari hálfleik og Liverpool var áfram meira með boltann án þess að skapa sér neitt dauðafæri. Um fína varnaframmistöðu var að ræða hjá lærisveinum José Mourinho í dag sem þiggja líklega glaðir eitt stig af Anfield í dag.

United hefur 20 stig í 1. sætinu en Manchester City getur með sigri á Stoke í dag komist í toppsætið á ný. Liverpool þurfti meira á stigunum þremur að halda í dag og hefur 13 stig í 6. sæti.

Liverpool 0:0 Man. Utd opna loka
90. mín. Liverpool fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert