Man. City styrkti stöðu sína á toppnum

Sergio Agüero fagnar marki sínu fyrir Manchester City gegn Burnley …
Sergio Agüero fagnar marki sínu fyrir Manchester City gegn Burnley með David Silva og Leroy Sané í leik liðanna í dag. AFP

Manchester City náði fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 3:0-sigri sínum gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans hjá Burnley í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Etihad Stadium í dag.

Sergio Agüero kom Manchester City yfir með marki sínu úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik. Agüero komst upp að hlið Eric Brook á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu Manchester City með markinu, en þeir hafa nú hvor um sig skorað 177 mörk fyrir liðið. 

Nicolás Otamendi tvöfaldaði forystu Manchester City þegar hann skoraði með góðum skalla eftir hornspyrnu á 73. mínútu leiksins. Leroy Sané bætti síðan þriðja marki Manchester City við skömmu síðar, en Kevin De Bruyne lagði upp mark Sané.

Jóhann Berg Guðmundsson hóf leikinn á varamannabekk Burnley, en hann kom síðan inná sem varamaður á 72. mínútu leiksins.  

Niðurstaðan 3:0-sigur Manchester City sem hefur 25 stig á toppi deildarinnar. Manchester United laut í lægri haldi gegn Huddersfield í dag og forysta Manchester City þar af leiðandi komin í fimm stig. Manchester City hefur haft betur í síðustu ellefu leikjum sínum í öllum keppnum. 

Man. City 3:0 Burnley opna loka
90. mín. Leroy Sané (Man. City) á skot framhjá Leroy Sané nálægt því að bæta við öðru marki sínu í leiknum en skýtur framhjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert