Búnir að gefast upp á Bale

Gareth Bale.
Gareth Bale. AFP

Evrópu- og Spánarmeistarar Real Madrid eru búnir að fá nóg af Walesverjanum Gareth Bale og eru tilbúnir að selja leikmanninn.

Ítrekuð meiðsli Bales eru farin að fara í taugarnar á forráðamönnum Madridarliðsins og samkvæmt fréttum frá Spáni eru þeir reiðubúnir að losa sig við leikmanninn fyrir 85 milljónir punda en sú upphæð jafngildir 11,6 milljörðum íslenskra króna og er sú sama og Real Madrid greiddi fyrir Bale þegar það fékk hann frá Tottenham fyrir fjórum árum.

Bale glímir við meiðsli í læri og ljóst að hann spilar ekkert meira á þessu ári en Walesverjinn hefur misst af 40 af síðustu 60 leikjum Real Madrid.

Manchester United hefur lengi haft augastað á Bale og þá er vitað að Tottenham hefur mikinn áhuga á að fá hann aftur í sínar raðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert