Liverpool og Everton skiptu stigunum

Liverpool og Everton gerðu 1:1-jafntefli þegar liðin mættust í nágrannaslag í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Anfield í dag. 

Mohamed Salah kom Liverpool yfir með glæsilegu marki undir lok fyrri hálfleiks. Salah lék þá laglega á tvo varnarmenn Liverpool áður en hann sneri boltanum upp í samskeytin á marki Everton.

Þetta var 13. deildarmark Salah á yfirstandandi leiktíð, en hann er þar af leiðandi markahæsti leikmaður deildarinnar. Salah hefur skorað einu marki meira en Harry Kane, leikmaður Tottenham Hotspur. 

Wayne Rooney jafnaði metin fyrir Everton með marki sínu úr vítaspyrnu á 77. mínútu leiksins. Vítaspyrnan var dæmd á Dejan Lovren fyrir að ýta í bakið á Dominic Calvert-Lewin. Liverpool-menn voru allt annað en sáttir við vítaspyrnudóminn sem var nokkuð grimmur. 

Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig eftir þetta jafntefli. Everton er aftur á móti í 10. sæti deildarinnar með 19 stig eftir að hafa nælt sér í þetta stig. 

Liverpool 1:1 Everton opna loka
90. mín. Jordan Henderson (Liverpool) á skot framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert