„Þarf að losa sig við nokkur kíló“

Leikmenn Liverpool fagna marki gegn Huddersfield í vikunni.
Leikmenn Liverpool fagna marki gegn Huddersfield í vikunni. AFP

Jamie Carragher, fyrrverandi fyrirliði Liverpool og nú sparkspekingur á Sky, telur að dýrasti leikmaður félagsins þurfi að að missa nokkur kíló.

Leikmaðurinn sem Carragher á við er hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk sem Liverpool keypti frá Southampton í byrjun árs fyrir metfé en hann var keyptur á 75 milljónir punda.

Van Dijk skoraði sigurmarkið gegn Everton í bikarnum í sínum fyrsta leik með liðinu en hann þótti ekki sannfærandi í leikjunum þar á eftir og var svo settur á bekkinn í leiknum gegn Huddersfield í vikunni.

„Ég held að hann eigi eftir að sanna að þetta voru frábær kaup en hann hefur ekki alveg náð sér á strik. Ég tel að hann þurfi að komast í betra form og missa nokkur kíló. Kannski hefur það með að gera að hann náði ekki undirbúningstímabilinu,“ segir Carragher.

Það er stórleikur fram undan hjá Liverpool en liðið tekur á móti Tottenham í stórleik umferðarinnar á sunnudaginn. Ekki er víst að Van Dijk fái tækifæri í byrjunarliðinu en þeir Dejan Lovren og Joel Matel voru í miðvarðarstöðunum í 3:0 sigri Liverpool gegn Huddersfield í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert