Kannski vissi dómarinn það í seinni hálfleik

Jürgen Klopp klappar fyrir stuðningsmönnum Liverpool í kvöld.
Jürgen Klopp klappar fyrir stuðningsmönnum Liverpool í kvöld. AFP

Annan leikinn í röð máttu Jürgen Klopp og lærisveinar hans í liði Liverpool að sætta sig við jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Í síðustu viku gerði Liverpool 1:1 jafntefli við Leicester á útivelli og sömu sögu var að segja í kvöld. Liverpool sótti West Ham þar sem 1:1 varð niðurstaðan. Forysta Liverpool í toppsæti deildarinnar er nú aðeins þrjú stig.

„Þetta var erfiður leikur. Markið sem við skoruðum var rangstöðumark og kannski vissi dómarinn það í seinni hálfleik. En úrslitin voru sanngjörn. Við áttum í vandræðum með föstu leikatriði þeirra og leikur okkar í kvöld var upp og niður. Þetta var ekki okkar besti leikur.

Við sóttum stíft undir lokin en við tökum þetta stig og höldum áfram. West Ham liðið varðist mjög aftarlega en við verðum að takast á það og skapa okkur færi,“ sagði Klopp eftir leikinn.

Liverpool getur misst toppsætið á miðvikudagskvöldið en vinni Manchester City lið Everton á Goodison Park kemst City í toppsætið á hagstæðari markatölu.

Línuverðirnir gerðu stór mistök

„Við fengum nóg af færum til að vinna þennan leik. Við gerðum jafntefli vegna þess að Liverpool skoraði greinilegt rangstöðumark. Og undir lokin var Origi rangstæður þegar hann fékk færið. Línuverðirnir gerðu stór mistök,“ sagði Manuel Pellegrini, stjóri West Ham.

„Að spila á móti liði sem hefur skorað svo mörg mörk og er með bestu vörnina í deildinni þá er ég ánægður með frammistöðuna en vonsvikinn með úrslitin,“ sagði Pellegrini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert