Kveðjugjöf Klopp til Liverpool?

Jamal Musiala.
Jamal Musiala. AFP/Kirill Kudryavtsev

Þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er sagður vilja ganga frá kaupunum á þýska sóknarmanninum Jamal Musiala frá Bayern München til Liverpool áður en hann lætur af störfum hjá enska félaginu.

Það er Football Insider sem greinir frá þessu en Klopp, sem er 56 ára gamall, lætur af störfum hjá Liverpool í sumar eftir tæplega níu ár í starfi. Í frétt miðilsins kemur meðal annars fram að Klopp telur sig geta sannfært Musiala um að velja Liverpool, þrátt fyrir að hann sé að hætta.

Musiala, sem er 21 árs gamall, er einn af efnilegustu knattspyrnumönnum heims en hann á að baki 156 leiki fyrir Bayern München þar sem hann hefur skorað 43 mörk og lagt upp önnur 30 þrátt fyrir ungan aldur.

Musiala er samningsbundinn Bayern München til sumarsins 2026 en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu undanfarna mánuði.

Liverpool þyrfti að borga í kringum 100 milljónir punda fyrir þýska sóknarmanninn sem á að baki 25 A-landsleiki fyrir Þýskaland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert