Breiðablik skipar nýtt meistaraflokkslið

Á myndinni eru Davíð formaður rafíþróttardeildar Breiðabliks og Loggi fyrirliði …
Á myndinni eru Davíð formaður rafíþróttardeildar Breiðabliks og Loggi fyrirliði Valorant liðs Breiðabliks að takast í hendur eftir undirritun ásama leikmönnum liðsins. Ljósmynd/Breiðablik

Breiðablik heldur áfram að ryðja sér til rúms í íþróttaheiminum og engu að síður í rafíþróttum. Nú hefur Breiðablik sett á laggirnar nýtt meistaraflokkslið sem mun keppa fyrir hönd liðsins í tölvuleiknum Valorant.

„Valorant er sá rafíþróttaleikur sem er að vaxa hraðast í vinsældum úti í heimi og við sjáum auknar vinsældir hjá okkar iðkendum á leiknum, enda höfðar hann betur til yngri hópa en t.d. counter strike,“ segir Davíð Jóhannsson, formaður rafíþróttadeildar Breiðabliks.

Liðið er samsett af reynslumiklum leikmönnum sem Breiðablik telur hafa alla burði til þess að ná góðum árangri í deildinni, en hún hefst næstu helgi. Þannig geti leikmennirnir meðal annars verið góðar fyrirmyndir fyrir aðra íþróttamenn hjá liðinu.

Breiðablik vill halda áfram að stækka við sig í rafíþróttum og setja þá enn meiri metnað í afreks- og iðkenndastarfið.

„Meistarflokkur í Valorant er klárlega skref í þá átt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert