Räikkönen rétt á undan Fisichella á lokadeginum

Ferrarifákurinn varð annan daginn í röð fljótastur í dag í …
Ferrarifákurinn varð annan daginn í röð fljótastur í dag í Paul Ricardbrautinni. ap

Kimi Räikkönen hjá Ferrari lauk bílprófanavikunni í Paul Ricard-brautinni í Frakklandi í efsta sæti á lista yfir hröðustu hringi. Var hann rétt á undan Giancarlo Fisichella hjá Renault, á þeim munaði 17 þúsundustu úr sekúndu.

Räikkönen ók einnig hraðast í gær en þá gat hann ekið mun minna vegna rafeindakerfisbilana. Í dag gekk betur og lagði hann að baki 101 hring, eða 525 km.

Fisichella ók 10 hringjum fleira, eða 577 km en þriðji fljótastur varð svo Pedro de la Rosa á McLaren. Niðurstaða dagsins varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Hri.
1. Räikkönen Ferrari 1:28.624 101
2. Fisichella Renault 1:28.641 111
3. de la Rosa McLaren 1:29.249 78
4. Montagny Toyota 1:29.312 79
5. Nakajima Williams 1:29.631 100
6. Coulthard Red Bull 1:29.834 77
7. Rossiter Super Aguri 1:29.869 131
8. Sutil Spyker 1:29.869 83
9. Heidfeld BMW 1:29.978 118
10. Button Honda 1:29.989 100
11. Liuzzi Toro Rosso 1:29.993 56
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert