Alonso langfljótastur

Alonso mætir þörfum unnenda formúlunnar í Indianapolis.
Alonso mætir þörfum unnenda formúlunnar í Indianapolis. ap

Fernando Alonso ók langhraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Indianapolis sem er nýlokið. Var hálfri sekúndu fljótar með hringinn en Nick Heidfeld á BMW sem komst upp á milli McLarenmannanna, því Lewis Hamilton setti þriðja besta tímann.

Athygli vakti Sebastian Vettel, hinn 19 ára gamli Þjóðverji sem hljóp í skarð Robert Kubica hjá BMW, en hann setti fjórða besta tímann, var aðeins tveimur brotum lengur með hringinn en Hamilton.

Fimmta besta tímann setti Kimi Räikkönen á Ferrari, síðan komu Nico Rosberg á Williams, Felipe Massa á Ferrari, David Coulthard á Red Bull, Jenson Button á Honda og tíunda besta tímann setti Mark Webber á Red Bull.

Alonso var á toppi lista yfir hröðustu hringi nær alla æfinguna, eftir að toppmennirnir hófu á annað borð akstur. Hamilton þótti einu sinni kominn hættulega nærri öryggisveg á útleið úr hallandi beygjunni fyrir lokakaflann að marklínunni.

Er þetta í fyrsta sinn sem hann ekur í Indianapolis og þurfti því að prófa hvað bjóða mætti bílnum í brautinni.

Ferraribílana skorti nokkuð á að hafa við silfurörvum McLaren; Räikkönen var sekúndu lengur með hringinn en Alonso og Massa 11 brotum, en þeir settu fimmta og sjötta besta tíma æfingarinnar. Upp á milli þeirra komst Nico Rosberg á Williams.

Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bill Tími Bil Hri.
1. Alonso McLaren 1:11.925 16
2. Heidfeld BMW 1:12.391 +0.466 24
3. Hamilton McLaren 1:12.628 +0.703 21
4. Vettel BMW 1:12.869 +0.944 33
5. Räiikkönen Ferrari 1:12.966 +1.041 21
6. Rosberg Williams 1:13.020 +1.095 24
7. Massa Ferrari 1:13.040 +1.115 22
8. Coulthard Red Bull 1:13.159 +1.234 22
9. Button Honda 1:13.597 +1.672 23
10. Webber Red Bull 1:13.682 +1.757 26
11. Trulli Toyota 1:13.777 +1.852 32
12. Nakajima Williams 1:13.786 +1.861 27
13. R.Schumacher Toyota 1:13.819 +1.894 27
14. Liuzzi Toro Rosso 1:13.907 +1.982 28
15. Speed Toro Rosso 1:13.990 +2.065 24
16. Fisichella Renault 1:14.000 +2.075 19
17. Sato Super Aguri 1:14.037 +2.112 20
18. Barrichello Honda 1:14.052 +2.127 23
19. Kovalainen Renault 1:14.189 +2.264 18
20. Davidson Super Aguri 1:14.632 +2.707 10
21. Albers Spyker 1:14.636 +2.711 28
22. Sutil Spyker 1:14.810 +2.885 27
Sebastian Vettel brosmildur milli aksturslota í Indianapolis, enda með þýsku …
Sebastian Vettel brosmildur milli aksturslota í Indianapolis, enda með þýsku kappakstursgoðsögnina Hans Joachim Stuck sér við hlið. ap
Alonso nálgast fyrstu beygju á einum hring af mörgum í …
Alonso nálgast fyrstu beygju á einum hring af mörgum í dag. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert