Alonso svekktur en hyggst reyna hið ómögulega

Alonso ræðir við fjölmiðla rétt eftir tímatökurnar og vonbrigðin leyna …
Alonso ræðir við fjölmiðla rétt eftir tímatökurnar og vonbrigðin leyna sér ekki. ap

Fráfarandi heimsmeistari, Fernando Alonso, var augljóslega svekktur eftir tímatökurnar í Sao Paulo í Brasilíu þar sem hann náði aðeins fjórða sæti og hefur keppni á eftir báðum keppinautum sínum um titilinn.

Alonso skýrði árangurinn með því að hafa þurft að hefja lokalotuna beint á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton.

Hann þarf að hljóta fjórum stigum meira en nýliðinn til að halda titlinum, en Hamilton hefur keppni í öðru sæti og stendur því vel að vígi. Milli þeirra ræsir Kimi Räikkönen, sem einnig á möguleika á titlinum.

„Ég er mjög svekktur,“ sagði Alonso við ítölsku sjónvarpsstöðina RAI er hann var nýkominn í höfn eftir tímatökurnar. „Vissulega er svekkjandi að verða fjórði, en við því er ekkert að gera. Nú þarf ég bara að einbeita mér að morgundeginum og reyna að gera hið ómögulega í kappakstrinum,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert