Schumacher aftur fljótastur

Schumacher í Barcelona.
Schumacher í Barcelona. ap

Michael Schumacher stal aftur senunni við bílprófanir í Barcelona í dag með því að aka hraðast annan daginn í röð. Hringinn ók hann á fjögurra brota betri tíma en næsti maður, Pedro de la Rosa hjá McLaren.

Keppinautar Schumacher sögðu eftir gærdaginn, að öllu líkara væri sem hinn sjöfaldi fyrrverandi heimsmeistari ökuþóra hafi aðeins verið einn dag í fríi frá formúlunni en ekki eitt ár.

Schumacher fékk félagsskap að keppnisþórnum Felipe Massa, sem tók við af tilraunaþórnum Luca Badoer. Sýnir það færni Schumacher að Massa varð aðeins fjórði og sex brotum lengur með hringinn.

Ásamt de la Rosa var Heikki Kovalainen á Renault á milli Ferraribílanna með þriðja besta tíma dagsins. Breski ökuþórinn Gary Paffett setti fimmta besta tímann á seinni McLaren-bílnum.

Niðurstaða akstursins varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll tími Hri.
1. M.Schumacher Ferrari 1.21.486 90
2. de la Rosa McLaren 1:21.857 60
3. Kovalainen Renault 1:21.894 65
4. Massa Ferrari 1:22.044 56
5. Paffett McLaren 1:22.293 57
6. Rosberg Williams 1:22.333 64
7. Coulthard Red Bull 1:22.555 74
8. Heidfeld BMW 1:22.946 102
9. Nakajima Williams 1:23.031 77
10. Vettel Toro Rosso 1:23.187 74
11. Chandhok Red Bull 1:23.255 57
12. Button Honda 1:23.358 79
13. Trulli Toyota 1:23.465 54
14. Kubica BMW 1:23.488 37
15. Davidson Super Aguri 1:23.547 80
16. Filippi Honda 1:23.596 74
17. Bourdais Toro Rosso 1:23.753 72
18. Montagny Toyota 1:23.977 45
19. Klien Force India 1:24.446 56
20. Sutil Force India 1:24.537 105
21. Liuzzi Force India 1:24.555 55
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert