Ferrari vísar lausafregn um Alonso og Massa á bug

Massa er samningsbundinn Ferrari út 2009.
Massa er samningsbundinn Ferrari út 2009. ap

Talsmaður Ferrari vísar alfarið á bug fréttum þess efnis að Fernando Alonso sé væntanlegur til liðsins á næsta ári. Lausafregnir af því tagi hafa verið á kreiki og frammistöðuleysi Felipe Massa í fyrstu tveimur mótunum hefur kynnt undir þeim.

Í samtali við breska blaðið The Times segir fulltrúi Ferrari að engar þær ráðstafanir hafi verið gerðar er greiða myndu Alonso leið til sætis ökumanns á næsta ári hjá Ferrari, við hlið  Kimi Räikkönen.

„Við höfum ekkert samkomulag gert við Fernando, við erum þegar með tvo ökumenn samningsbundna fyrir næsta ár, herra Kimi Räikkönen og herra Felipe Massa,“ segir hann.

Renaultstjórinn Flavio Briatore vildi ekki tjá sig um málið, sagði slíkt tímasóun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert