McLaren í endaskúrnum

McLaren verður í síðasta bílskúr í Barein.
McLaren verður í síðasta bílskúr í Barein. mbl.is/mclarenf1

McLarenliðið fær ekki fimmta bílskúr í Barein um helgina eins og í fyrstu tveimur mótum ársins, í Melbourne og Malasíu. Verður það að gera sér öftustu bílskúrana að góðu og hafa botnliðið Super Aguri sér við hlið í stað toppliða.Mótshaldarar í Barein höfðu gert ráð fyrir því að liðið yrði á sama stað í bílskúraröðinni og í fyrstu mótunum en munu hafa fengið orðsendingu fyrir stuttu frá Alþjóða akstursíþróttasambandinu um niðurröðun bílskúra. Þar var McLaren aftast í röðinni.


Venjulega raðast lið á bílskúra í sömu röð og þau urðu í keppni bílsmiða árið áður. Úr henni var McLaren vísað vegna njósnamála með því að liðið var svipt öllum stigum í refsiskyni. Ökuþórarnir héldu hins vegar sínum stigum í keppni ökuþóra og urðu í öðru og þriðja sæti, einu stigi á eftir Kimi Räikkönen hjá Ferrari.


„Okkur skilst að röðin sé í samræmi við lög og reglur og þar sem McLaren hlaut engin stig fær liðið öftustu bílskúrana,“ segir Salman bin Isa Al Khalifa fursti, framkvæmdastjóri kappakstursins í Barein.

Bað hann unnendur McLaren sem keypt hafa miða í stúkur gegn fimmta bílskúr afsökunar  vegna þessa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert