Rigningu spáð í Barcelona

Heimamenn í Barcelona binda vonir við Alonso.
Heimamenn í Barcelona binda vonir við Alonso. ap

Útlit er fyrir að fyrsti rigningarkappakstur ársins fari fram um komandi helgi, í Barcelona. Að sögn veðurfræðinga er við rigningarúða að búast bæði þegar tímatökur fara fram á laugardag og í kappakstrinum á sunnudag.

Þegar æfingar fara fram á föstudag er búist við léttskýjuðu veðri og sólskini og um 20°C hita.

Keppnisliðin voru við æfingar í Barcelona í síðustu viku og setti rigning strik í reikninginn síðasta æfingadaginn.

Mótin þrjú sem farið hafa fram til þessa hafa öll farið fram í þurrki.

Kort af brautinni í Barcelona

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert