Hamilton kúvendir

Hamilton leggur af stað í tímatökurnar í Istanbúl.
Hamilton leggur af stað í tímatökurnar í Istanbúl. ap

Lewis Hamilton hjá McLaren talaði í tvær áttir eftir tímatökurnar í Istanbúl. Sagðist á blaðamannafundi eftir þær hafa verið með röng dekk undir bílnum og mistökin hefðu kostað hann ráspól.

Hamilton kaus harðari dekkin í lokalotunni og mátti ekki við liðsfélaga sínum Heikki Kovalainen sem valdi mýkri gerðina og komst á fremstu rásröð í fyrsta sinn á ferlinum, við hlið Felipe Massa hjá Ferrari sem vann ráspólinn.

Hamilton fór ekki dult með svekkelsi sitt á blaðamannafundinum. Við nýjan tón kvað hins vegar stuttu seinna eftir fund hjá McLaren. Þá sagðist hann hafa verið með réttu dekkin.    

„Ég held við völdum rétt og þau [hörðu] voru bestu dekkin þótt ég héldi annað í akstrinum. Ég var að skoða tölvugögnin og þetta var rétt ákvörðun. Vélfræðingurinn minn sagði mig hafa valið rétt,“ sagði í tilkynningu frá McLaren um tímatökurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka