Massa hafði þrennuna eftir fjörglímu við Hamilton

Massa fagnar sigri í Istanbúl.
Massa fagnar sigri í Istanbúl. ap

Felipe Massa á Ferrari var í þessu að vinna þriðja sigurinn í röð í tyrkneska kappakstrinum. Annar varð Lewis Hamilton á McLaren og þriðji Kimi Räikkönen á Ferrari. Keppnin var meira spennandi en lengi sakir sókndjarfar herfræði McLaren sem dugði þó ekki alveg til að Hamilton hefði sigur.

Felipe Massa á Ferrari var í þessu að vinna þriðja sigurinn í röð í tyrkneska kappakstrinum. Annar varð Lewis Hamilton á McLaren og þriðji Kimi Räikkönen á Ferrari. Keppnin var meira spennandi en lengi sakir sókndjarfar herfræði McLaren sem dugði þó ekki alveg til að Hamilton hefði sigur.

Massa hélt forystu af ráspól og stóðst síðan óvenjulega herfræði McLaren til að koma Hamilton í efsta sæti eftir að hann komst í annað sætið í ræsingunni. Með sigrinum hefur Massa unnið tyrkneska kappaksturinn þrjú ár í röð og í öll skiptin hóf hann keppni af ráspól.

Hamilton stoppaði þrisvar til að taka bensín og skipta um dekk og á grundvelli þess komst hann fram úr Massa áður en keppni var hálfnuð. Og sem meira er með frábærum framúrakstri í brautinni en ekki í bílskúrareininni.

Hann náði fljótt góðu forskoti og fjarlægðist Massa en tókst þó ekki að byggja upp nógu mikið forskot til að halda forystunni út úr lokastoppinu. Varð Hamilton að sætta sig við annað sætið, skammt á undan Räikkönen, sem sótti að honum á síðustu fimm hringjunum.

Heikki Kovalainen á McLaren hóf keppni í öðru sæti en tók illa af stað og varð síðan fyrir því á öðrum hring að dekk sprakk. Það setti stórt strik í reikninginn og varð hann á endanum tólfti en háði lengst af skemmtileg einvígi við margan ökuþórinn þar sem tekist var hart á um sæti með hverjum framúrakstrinum af öðrum.

Finnarnir tveir, Kovalainen og Räikkönen, voru seinir í startinu og minnstu munaði að þeir skyllu saman í fyrstu beygju. Við það missti Räikkönen taktinn og komust bæði Robert Kubica á BMW og Fernando Alonso á Renault fram úr.

Räikkönen vann sig fram úr Alonso aftur stuttu eftir að öryggisbíllinn fór úr brautinni. Athygli vakti að Renaultþórnum tókst að halda í við Ferrarinn fram að fyrsta stoppi sínu. Staðfesti Alonso framfarir Renaultins með sjötta sætinu í kappakstrinum.  

Giancarlo Fisichella hjá Mætti Indlands (Force India) ók með einkennilegum hætti aftan á og upp á Williamsbíl Kazuki Nakajima í fyrstu beygju. Báðir féllu úr leik við það og öryggisbíllinn kallaður út í brautina í nokkra hringi meðan brak bílanna var fjarlægt.

Kubica lauk keppni fjórði, komst í þriðja í ræsingunni en hélt því ekki þegar að stoppunum kom. Liðsfélagi hans Nick Heidfeld stoppaði ekki í fyrsta sinn fyrr en eftir rúmlega helming kappakstursins og dugði það honum til að vinna sig upp í fimmta sæti og vinna Alonso sem hristi af sér Mark Webber á Red Bull sem var framan af í skotti hans.

Nico Rosberg á Williams átti góðan dag, vr á aftari helmingi rásmarksins en vann sig fljótt fram á við og hreppti áttunda og síðasta stigasætið, rétt á undan David Coulthard á Red Bull og Jarno Trulli á Toyota. 

Massa vann í dag sinn annan sigur á árinu og þann sjötta á ferlinum. Ráspóll hans í gær var sá ellefti. Er hann nú jafn Hamilton í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra og minnkuðu báðir forskot Räikkönen.

Með fjórða mótssigrinum í röð styrkir Ferrari sig mjög í keppni bílsmiða, er með 63 stig, gegn 44 stigum BMW og 42 stigum McLaren. Ferrari hefur unnið öll mót ársins nema það fyrsta sem Hamilton vann  í Melbourne.

Í fyrri tilvikunum þremur þar sem Ferrariþórarnir fóru með sigur af hólmi var líf ökumanna liðsins öllu léttara en í dag og gátu þeir ekki hlíft bílnum á seinni helmingi kappakstursins í Istanbúl sem svo oft áður.

Næsta mót er í Mónakó og sagan sýnir að þar geta orðið óvænt úrslit.

Úrslit kappakstursins í Istanbúl

Staðan í stigakeppni ökumanna og bílsmiða

Massa fagnar þriðja sigrinum í röð í Istanbúl.
Massa fagnar þriðja sigrinum í röð í Istanbúl. ap
Massa (nær) og Hamilton háðu skemmtilega keppni um sigurinn.
Massa (nær) og Hamilton háðu skemmtilega keppni um sigurinn. ap
Frá fyrstu beygju; Kovalainen (fyrir miðju) knýr Räikkönen til að …
Frá fyrstu beygju; Kovalainen (fyrir miðju) knýr Räikkönen til að gefa eftir og Hamilton kominn upp að skottinu hjá Massa. ap
Fisichella skellur aftan á Nakajima og tekst á loft í …
Fisichella skellur aftan á Nakajima og tekst á loft í fyrstu beygju kappakstursins í Istanbúl. ap
Fisichella á flugi yfir Nakajima.
Fisichella á flugi yfir Nakajima. ap
Fisichella skellur aftan á Nakajima í fyrstu beygju kappakstursins í …
Fisichella skellur aftan á Nakajima í fyrstu beygju kappakstursins í Istanbúl. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert