Hamilton frástur á lokadegi

Söngkonan Nicole Scherzinger fylgdi Hamilton til afmæliskvöldverðar Nelson Mandela í …
Söngkonan Nicole Scherzinger fylgdi Hamilton til afmæliskvöldverðar Nelson Mandela í London í gær. reuters

Lewis Hamilton hjá McLaren setti hraðasta hring dagsins í Sivlerstonebrautinni í dag. Með því lauk þriggja daga æfingalotu formúluliðanna, en breski kappaksturinn fer fram í brautinni eftir rúma viku.

Hamilton mætti til leiks í dag og tók við silfurör McLaren af félaga sínum  Heikki Kovalainen, sem ók hraðast í gær. Setti Hamilton besta brautartíma vikunnar og var sex tíundu úr sekúndu fljótari með hringinn en næsti maður, Timo Glock hjá Toyota.

Glock ók á bíl David Coulthard hjá Red Bull í lok svonefnds flugskýlisvegs.

Rok olli liðunum nokkrum vandræðum. Einungis Hamilton og Glock óku hringinn á innan við 80 sekúndum. Þriðja besta tímann setti  Kimi Räikkönen á Ferrari.

Hjá Renault tók Fernando Alonso við af Nelsinho Piquet og setti hann fjórða besta tímann er hann batt enda á undirbúning franska liðsins fyrir breska kappaksturinn.

Niðurstaða akstursins varð sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Hri.
1. Hamilton McLaren 1:19.170 88
2. Glock Toyota 1:19.815 79
3. Räikkönen Ferrari 1:20.321 60
4. Alonso Renault 1:20.862 78
5. Heidfeld BMW 1:21.011 93
6. Nakajima Williams 1:21.059 70
7. Sutil Force 1:21.331 71
8. Barrichello Honda 1:21.344 94
9. Bourdais Toro Rosso 1:21.432 76
10. Coulthard Red Bull 1:22.232 31
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert