FIA tjáði McLaren tvisvar að Hamilton hafi farið rétt að

Hamilton fagnaði sigri í Spa en var sviptur honum. McLaren …
Hamilton fagnaði sigri í Spa en var sviptur honum. McLaren freistar þess að fá efsta sætið aftur til baka. ap

Forsvarsmenn McLarenliðsins segja, að þeim hafi tvisvar verið tjáð af keppnisfulltrúum Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) meðan á belgíska kappakstrinum stóð, að Lewis Hamilton hefði komið sjálfum sér úr klandri með því að gefa Kimi Räikkönen eftir forystu eftir að hafa stytt sér leið í gegnum beyju.

Frá þessu skýrði framkvæmdastjóri McLaren, Martin Whitmash, eftir að liðið ákvað að halda áfram með formlega áfrýjun á úrskurði dómara kappakstursins, sem færðu Hamilton úr fyrsta sæti niður í það þriðja.

Töldu þeir hann hafa haft ávinning af því að skera beygjuna þó svo hann hafi hleypt Räikkönen að nýju fram úr sér aftur.

Whitmarsh segir að stjórnendur liðsins hafi tvisvar um þetta leyti haft samband við keppnisstjórnina og spurt hvort Hamilton hafi brugðist löglega við eða ekki. Þrír hringir voru eftir af kappakstrinum er atvikið umdeilda átti sér stað.

„Af stjórnborði okkar báðum við keppnisstjórnina að staðfesta að hún væri sátt við að Lewis hafi hleypt Kimi fram úr sér aftur. Og hún staðfesti tvisvar að hún teldi hann hafa gefið sætið eftir með þeim hætti að í lagi væri.

Hefði keppnisstjórnin hins vegar látið í ljós einhverjar efasemdir varðandi framferði Lewis þá hefðum við skipað honum að hleypa Kimi öðru sinni fram úr,“ sagði Whitmarsh.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert