Fyrsti póll í fyrsta móti nýs liðs frá 1954

Button í tímatökunum í Melbourne.
Button í tímatökunum í Melbourne. reuters

Þótt Brawn-liðið sé í raun Hondaliðið fyrrverandi með nýju nafni telst það formlega vera nýtt lið í formúlu-1. Fyrir vikið telst árangur þess í tímatökunum marka tímamót.

Jenson Button vann ráspólinn í Melbourne í morgun og félagi hans Rubens Barrichello varð annar. 

Fer þessi árangur á spjöld sögunnar, því nýliðar í formúlunni hafa ekki unnið ráspól í sínu fyrsta móti frá því kapplið Mercedes-Benz gerði það í franska kappakstrinum árið 1954, eða fyrir 55 árum.

Röð keppnisliða að tímatökunum loknum í dag var verulega frábrugðin því sem formúluunnendur upplifðu í fyrra. Helstu keppinautar Brawnliðsins voru Red Bull og Williams. Ferrari var aftarlega í lokalotunni og þangað komst hvorgur bíla McLaren sem hefja keppni í 14. og 15. sæti á morgun.

Button mætti til leiks með nýja unnustu upp á arminn, …
Button mætti til leiks með nýja unnustu upp á arminn, japanska sýningarstúlku, Jessica Michibata. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert