Fry: Ræddum við FIA af fullum heilindum

Nick Fry við stjórnvölinn.
Nick Fry við stjórnvölinn.

Nick Fry, forstjóri Brawn-liðsins, er harður á því að allar samningaviðræður samtaka formúluliðanna (FOTA) og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) undanfarna mánuði hafi farið fram af heilindum. FIA hélt því fram í morgun, að fyrir „öflum“ innan FOTA hafi aldrei vakið annað en semja ekki.

FIA sagði sömuleiðis að af hálfu aðila innan FOTA hafi aldrei verið heilindi í viðræðunum. Þessu hafnar Fry algjörlega og segir ákvörðun FOTA um að kljúfa sig frá FIA og stofna eigin mótaröð hafi fyrst verið tekna eftir mikla umhugsun.

„Við áttum ágætar samræður í gærkvöldi en ákvörðunin var erfið,“ sagði Fry í Silverstone í morgun. „Viðræðurnar við Bernie Ecclestone og Max Mosley voru stundum langar og fóru fram af fullum heilindum. En við náðum ekki þeim árangri sem við vildum, og því munum við gera eitthvað annað,“ bætti hann við.

Fry sagði ekkert eitt atriði umfram önnur hafa verið óyfirstíganlegt. Miklu fremur hafi það verið fjöldi atriða sem knúði þau til þessarar niðurstöðu.

„Þetta er sambland af mörgu. Sumt af ákvarðanatökunni hefur átt sér stað í andstöðu við keppendurna. Tilraunir til að draga úr tilkosntaði nýtur  stuðnings liðanna en leiðirnar að því marki ekki studdar af fjölda liða. Kostnaðurinn er alltof mikill fyrir okkar lið og því var ekki svo vandasamt fyrir smærri lið að fallast á upphæðina. Það er hins vegar miklu erfiðara mál fyrir stóru liðin og þau þurftu lengri aðlögunartíma til þess,“ sagði Fry um tillögur FIA um kostnaðarþak á liðin.

Fry endurómaði og það viðhorf liðsstjóra Red Bull, Christian Horner, að boltinn væri nú hjá FIA vildi sambandið komast hjá klofningi. „Ég vona að viðræður haldi áfram. Boltinn er í kjöltu Max Mosley hvað okkur varðar.

Það þarf að ná samkomulagi um hvernig dregið er úr kostnaði. Það er spurning um aðferðafræði. Við þurftum að endurskipuleggja okkar fyrirtæki í byrjun ársins vegna brottfarar Honda. Sum fyrirtækjanna eru miklu stærri og með samninga við starfsmenn sína. Og verkalýðshreyfingin á hlut að máli hjá þeim liðum sem eru með aðsetur í Þýskalandi og Ítalíu,“ segir Brawn.


Fry sagði liðin til í lækkun kostnaðar en ekki samþykkt …
Fry sagði liðin til í lækkun kostnaðar en ekki samþykkt aðferðafræði FIA. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert