Schumacher refsað grimmilega

Schumacher í bíl sínum í Búdapest.
Schumacher í bíl sínum í Búdapest. reuters

Michael Schumacher finnst hann ekkert misjafnt hafa gert í kappakstrinum í Búdapest er Rubens Barrichello tók fram úr honum í lokin. Eftirlitsdómarar mótsins voru á öðru máli og refsuðu honum harkalega.

Refsingin er í því fólgin að Schumacher verður færður aftur um 10 sæti á rásmarkinu í belgíska kappakstrinum að tímatökunum loknum. Dómararnir sögðu hann hafa hindrað tilraun Barrichello til framúraksturs með ólögmætum hætti.

Aðeins var hársbreidd milli Schumacher og Barrichello eftir að sá fyrrnefndi knúði Williamsþórinn upp að öryggisvegg á upphafs- og endakafla brautarinnar á um  300 km/klst hraða.

Barrichello var ekki skemmt og sagði framferði Schumacher hafa verið „brjálæði“. Sjálfur sagðist Schumacher ekkert rangt hafa aðhafst.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert