Ferrari slapp við aukarefsingu

Alonso og Massa á verðlaunapallinum í Hockenheim.
Alonso og Massa á verðlaunapallinum í Hockenheim. reuters

Ferrariliðinu var ekki gerð aukarefsing fyrir liðsfyrirmæli í þýska kappakstrinum. Íþróttaráð Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) ákvað að láta 100.000 dollara sekt sem liðinu var gerð í Hockenheim duga.

Íþróttaráðið kom saman í París í dag og tók fyrir erindi frá eftirlitsmönnum FIA á þýska kappakstrinum. Þeirra niðurstaða var að Ferrari hafi brotið keppnisreglur og hagrætt úrslitum með því að gera Felipe Massa að hleypa Fernando Alonso fram úr sér og láta honum með því eftir sigur í kappakstrinum. 

Eftirlitsmennirnir ákváðu Ferrari 100.000 dollara sekt á staðnum en vísuðu málinu til frekari úrskurðar hjá íþróttaráðinu. Þá ákvörðun staðfesti ráðið í dag auk þess að gera liðinu að borga lögfræðikostnað FIA vegna málsins.

Í tilefni þessa máls hefur FIA ákveðið að endurskoða bann við liðsfyrirmælum í keppni. Líklegt þykir að það verði til þess að bannið verði upprætt - þar sem illkleyft sé að framfylgja því og jafnan fundnar leiðir til að fara kringum það.


Jean todt, forseti FIA, kemur til vitnaleiðslanna í málinu gegn …
Jean todt, forseti FIA, kemur til vitnaleiðslanna í málinu gegn Ferrari í París í dag. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert