Ferrari: Räikkönen keppir í næsta móti

Räikkönen (l.t.h.) hringsnýst á brautinni milli skellanna hörðu á öryggisveggjum.
Räikkönen (l.t.h.) hringsnýst á brautinni milli skellanna hörðu á öryggisveggjum. Skjáskot frá útsendingu BBC

Eftir læknisskoðun og meðhöndlun eftir hið harkalega í Silverstone í dag hefur Ferrariliðið gefið út, að Kimi Räikkönen verði við fulla heilsu þegar að þýska kappakstrinum kemur eftir hálfan mánuð.

Liðið segir að þrátt fyrir harkalegar ákomur í slysinu hafi Räikkönen engin alvarleg meiðsl hlið, aðeins væga ökklatognun.

Keppnin var þegar í stað stöðvuð og keppendur ekki ræstir af stað fyrr en rúmri klukkustund síðar, eftir að gert hafði verið við öryggisgirðingar og brak hreinsað af vettvangi.

Í tilkynningu frá Ferrari segir, að Räikkönen „fengið mikið högg á ökkla og verki einnig í hné. Hann verður nú að taka sér hvíld en hann verður klár til keppni áður en að þýska kappakstrinum kemur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert