Ferrari tælir til sín 10 tæknimenn

Ferrari er í því þessa dagana að tæla til sín …
Ferrari er í því þessa dagana að tæla til sín tæknimenn frá öðrum liðum. Hér er Fernando Alonso á ferð í Silverstone í gær. mbl.is/afp

Ferrariliðið hefur verið á fullum krafti í að styrkja tæknideildir sínar og virðist ekki af veita miðað við slakt gengi liðsins í ár og undanfarin ár.

Fregnir herma að um sé að ræða alls 10 nýja sérfróða tæknimenn og hafi allir talsverða reynslu af störfum í formúlu-1.

Ítalska íþróttadagblaðið La Gazzetta dello Sport segir að meðal þeirra séu þrír sem fengir eru frá Mercedesliðinu, allt sérfræðingar í mótorsmíði. Aukinheldur að frá Red Bull hafi verið tældir þrír verkfræðingar með straumfræði sem sérfag svo og sérfræðingur í smíði og starfsemi bílherma.

Blaðið segir mennina komna til starfa í höfuðstöðvum Ferrari í Maranello en að þar standi yfir mikil uppstokkun tæknideilda liðsins, að frumkvæði nýja liðsstjórans, Marco Mattiacci. Meðal þeirra sem sagðir eru verða látnir taka poka sinn eru yfirmaður véladeildarinnar, Luca Marmorini.

Marco Mattiacci liðsstjóri Ferrari.
Marco Mattiacci liðsstjóri Ferrari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert