Kimi vann sláttuvélakeppnina

Klárir til keppni á sláttuvélum, (f.v.) Räikkönen, Brundle, Davidson og …
Klárir til keppni á sláttuvélum, (f.v.) Räikkönen, Brundle, Davidson og Herbert.

Kimi Räikkönen er ekki aðeins góður á formúlu-1 bílum og rallbílum, hann sýndi í síðustu viku að hann kann líka að keyra sláttuvélar - og það hratt.

Breska sjónvarpsstöðin Sky fékk Räikkönen til að þreyta keppni á sláttuvélum við formúluskýrendur sína þrjá, Martin Brundle, Johnny Herbret og Anthony Davidson, sem allir eru fyrrverandi keppendur í formúlu-1.

Davidson sagði eftir viðureignina að Räikkönen hlyti að eiga svona farartæki heima hjá sér, slíka færni hefði hann sýnt í akstrinum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Eftir kappaksturinn sat hann fyrir svörum  hjá Brundle og þykir Räikkönen þar hafa verið óvenju skrafreifur.

Brundle (t.h.) og Räikkönen ræðast við eftir keppnina.
Brundle (t.h.) og Räikkönen ræðast við eftir keppnina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert