Uppörvun fyrir Williamsþórana

Felipe Massa (t.v.) og Valtteri Bottas eftir tímatökuna í Hockenheim.
Felipe Massa (t.v.) og Valtteri Bottas eftir tímatökuna í Hockenheim. mbl.is/afp

Valtteri Bottas og Felipe Massa  hjá Williams segja mikla uppörvun hafa fylgt því að verða í öðru og þriðja sæti í tímatökunni í Hockenheim í dag. 

Með árangri sínum undirstrikuðu þeir að Williamsbíllinn er sá næstbesti í Hockenheim.

„Við getum verið virkilega ánægðir með árangurinn liðsins vegna - annað og þriðja sæti,“ sagði Bottas, sem var aðeins 0,2 sekúndum lengur með hringinn en ráspólshafinn Nico Rosberg hjá Mercedes.

Massa sagði að uppsetning bílsins hafi ekki hentað aðstæðum til fulls en hann var settur upp með það í huga að það rigni meðan á kappakstrinum á morgun stendur. „Ég átti erfitt með að ná góðum hring en Valtteri ók frábæran hring og ég er ánægður með árangur okkar beggja. Við munum reyna að gera betur á morgun,“ sagði Massa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert