Ferrari: dagur til að gleyma

Fernando Alonso stígur upp úr biluðum Ferraribílnum í Monza.
Fernando Alonso stígur upp úr biluðum Ferraribílnum í Monza. mbl.is/afp

Ferraristjórinn Marco Mattiacci lýsir ítalska kappakstrinum og mótlæti liðs síns þar sem „degi til að gleyma“.

Uppskera Ferrari á heimavelli sínum var með því versta sem þekkist. Fernando Alonso varð að hætta keppni vegna vélrænnar bilunar, hinnar fyrstu  í fjögur ár, eða frá í Malasíukappakstrinum árið 2010.

Kimi Räikkönen hafði einnig mótbyr bæði í kappakstrinum sem og í tímatökunum þar sem hann varð tólfti. Á mark kom hann á endanum í níunda sæti.

Og til að gera illt verra komst Williamsliðið upp fyrir Ferrari í stigakeppninni um heimsmeistaratitil bílsmiða.

„Í formúlu-1 eins og öðrum íþróttum kom daga sem þarf að gleyma. Þetta var vissulega  einn af þeim,“ segir Mattiacci, sem tók við liðsstjórn af Stefano Domenicali í apríl. „Þrátt fyrir að okkur fari fram þá vissum við að þessi tvö síðustu mót yrðu okkur mjög erfið. Og þar sem útilokað er að sætta sig við úrslit af þessu tagi einbeitum við okkur alfarið að því að verða aftur samkeppnisfærir eins fljótt og auðið er. Ég er viss um að þær breytingar sem við höfum gert á vinnufyrirkomulagi okkar undanfarna mánuði mun auðvelda okkur að komast aftur á toppinn.“


 

Fernando Alonso veifar til áhorfenda í Monza skömmu fyrir upphaf …
Fernando Alonso veifar til áhorfenda í Monza skömmu fyrir upphaf kappakstursins endasleppa. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert