Bottas neitar undirritun hjá Ferrari

Valtteri Bottas á ferð á Williamsbílnum í Barein.
Valtteri Bottas á ferð á Williamsbílnum í Barein. mbl.is/afp

Valtteri Bottas hjá Williams vísar því á bug að hann hafi skrifað undir nokkurs konar forsamning hjá Ferrari. Hann segir framtíð sína eftir yfirstandandi keppnistímabil óráðna.

Samningur Bottas við Williamsliðið rennur út í vertíðarlok og vaxandi orðrómur er um að hann muni leysa landa sinn Kimi Räikkönen af hjá Ferrari á næsta ári.

Samningur Räikkönen rennur út í ár en Ferrari hefur þó þann valkost að geta haldið í hann fyrir næsta ár,  2016, yrði það sameiginleg niðurstaða ökumannsins og liðsins.

„Ég hef heyrt alls konar sögur og þær sumar skemmtilegar því þær eru ekki réttar,“ sagði Bottas í dag. „Sem stendur einbeiti ég mér algjörlega að því að ná sem bestum árangri fyrir Williamsliðið. Hvað við tekur veit ég ekkert um ennþá.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert