Ánægður að leggja Ferrari að velli

Felipe Massa á Williamsbílnum í tímatökunni í Silverstone í dag.
Felipe Massa á Williamsbílnum í tímatökunni í Silverstone í dag. mbl.is/afp

Felipe Massa leyndi ekki ánægju sinni með að báðir Williamsbílarnir skyldu verða á undan keppnisfákum Ferrari í tímatökunni í Silverstone í dag.

Massa og liðsfélagi hans Valtteri Bottas hefja keppni á morgun af annarri rásröð, næst á undan Ferrarimönnunum Kimi Räikkönen og Sebastian Vettel. Kveðst brasilíski ökumaðurinn vona að Williamsliðinu nýtist þetta til að minnka bilið í Ferrari í stigakeppni bílsmiða, en þar er Ferrari með 63 stiga forskot á Williams.

„Frábær dagur fyrir okkur,“ sagði Massa eftir kappaksturinn. „Það er frábært að sjá svo margt fólk á heimakappakstri liðsins. Það var og stórkostlegt fyrir mig og Valtteri að ná þriðja og fjórða rásstað, við kepptum hart innbyrðis alla tímatökuna út í gegn.

Ég náði afburða góðum hring í lokin og er alsæll með það. „Ég hlakka til morgundagsins, við ættum að geta verið öflugir, ekki síst í keppninni við Ferrari. Það er mikilvægt fyrir okkur að sýna að við getum báðir verið á undan þeim báðum,“ sagði Massa einnig. 

Felipe Massa í Williamsbílnum í Silverstone í dag.
Felipe Massa í Williamsbílnum í Silverstone í dag. mbl.is/afp
Felipe Massa í bílskúr Williams í Silverstone.
Felipe Massa í bílskúr Williams í Silverstone. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert