Vandoorne í stað Buttons

Stoffel Vandoorne í höfuðstöðvum McLaren í Woking í Surrey í …
Stoffel Vandoorne í höfuðstöðvum McLaren í Woking í Surrey í Englandi.

Stoffel Vandoorne verður liðsfélagi Fernando Alonso hjá McLarenliðinu á næsta ári og leysir þar með Jenson Button af hólmi.

Þetta er sagt með þeim fyrirvara, að ítalska akstursíþróttaritið Italiaracing hafi rétt fyrir sér, en það kveðst hafa heimildir fyrir þessari staðhæfingu sinni.

Tímaritið segir að McLaren muni formlega skýra frá ráðningu Vandoorne á belgísku kappaksturshelginni í lok mánaðarins. Vandoorne er 23 ára Belgi og verið haldið úti til keppni af McLaren, meðal annars í GP2 formúlunni þar sem hann er stigahæstur keppenda.

Eins og við höfum áður sagt frá er Button að líkindum á leið í breska sjónvarpið sem einn af stjórnendum vinsælu bílaþáttanna Top Gear.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert