Fjórða sætið Bottas mikilvægt

Valtteri Bottas varð í þriðja sæti í kappakstrinum í Mexíkó.
Valtteri Bottas varð í þriðja sæti í kappakstrinum í Mexíkó. mbl.is/afp

Valtteri Bottas hjá Williams segist ætla að innsigla fjórða sætið í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna í Abu Dhabi um komandi helgi.

Kappaksturinn er sá síðasti á vertíðinni í ár og þar mun Bottas þurfa að kljást við landa sinn Kimi Räikkönen og hafa betur ætli hann sér fjórða sætið. Hefur Bottas reynt að spila niður mikilvægi glímu þeirra komandi sunnudag en það er til lítils því aðeins eitt stig skilur þá að, Bottas í hag. 

„Ég fer inn í lokamót ársins í fjórða sæti í keppni ökumanna, aðeins einu stigi á undan fimmta manni. Margir eru á því að það skipti ekki máli hvoru þú endir fjórði, fimmti eða sjötti í stigakeppninni, en ég lít öðru vísi á málið.

Fyrir mér er hvert einasta sæti mikilvægt og vil reyna ljúka árinu eins ofarlega á skránni og unnt er. Þannig lít ég á málið. Það verður tvísýnt í Abu Dhabi og sá okkar sem klárar á undan hinum fær fjórða sætið,“ segir Bottas.

Í stigakeppni liðanna hefur Williams þegar innsiglað þriðja sætið, á eftir Mercedes og Ferrari. Í sama sæti varð liðið í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka