Rosberg með „eldgamla“ vél

Nico Rosberg á ferð á seinni æfingunni í Abu Dhabi …
Nico Rosberg á ferð á seinni æfingunni í Abu Dhabi í dag. mbl.is/afp

Nico Rosberg segist undir það búinn að eiga erfiðan kappakstur fyrir hönum um helgina. Ástæðan sé sú, að udir vélarhlífinni verði að finna „eldgamla“ vél.

Rosberg setti besta tímann á æfingum í dag í Yas Marina brautinni í Abu Dhabi en kvartaði undan hraðaskorti á löngu beinu köflunum.

Hann telur og að meira eigi eftir að koma út úr bíl liðsfélaga síns Lewis Hamilton sem var aðeins 0,138 sekúndum lengur með hringinn á seinni æfingunni.

„Helgin hefur byrjað vel þótt Lewis hafi ekki sýnt hraða sinn. Ljóst er að hann á svolítið inni og dagurinn í dag gefur því ekki rétta mynd af stöðunni,“ segir Rosberg.

Hann segir fjórðu vélina úr leik og því hafi hann þurft að grípa til eldri og mjög miklu meira notaðrar vélar en ella. Það bitni á hámarkshraðanum og muni bitna á ferðinn í kappakstrinum. „Ég verð bara að brúka hans ein vel og unnt er,“ segir hann.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert