Viltu eignast formúlubíl?

Jules Bianchi á ferð á Marussiabil 2013.
Jules Bianchi á ferð á Marussiabil 2013. mbl.is/Marussia

Hafir þú, lesandi góður, áhuga á að eignast kappakstursbíl úr formúlu-1 þá er tækifærið núna.

Fjórir bílar sem tilheyrðu Marussia liðinu, sem verið hafa í eigu einkaaðila,  verða seldir á uppboði hjá John Pye Auctions uppboðsfyrirtækinu í London.

Um er að ræða fyrstu fjóra keppnisbíla Virgin og Marussia en á fyrsta árinu bar liðið nafn breska viðskiptaveldisins. Voru þeir brúkaðir til keppni á árunum 2010 til 2013.

Engum þeirra tókst að ljúka keppni í stigasæti, aðeins einu sinni í sex ára sögu liðsins lauk bíll þess keppni meðal 10 fyrstu, en það afrekaði franski ökumaðurinn Jules Bianchi í fyrra. Beið hann síðar bana af völdum meiðsla sem hann hlaut í akstursóhappi síðar á vertíðinni, í japanska kappakstrinum í Suzuka.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert