Magnussen í stað Maldonado

Magnussen er sagður munu taka við af Maldonado hjá Renaultliðinu …
Magnussen er sagður munu taka við af Maldonado hjá Renaultliðinu nýja. mbl.is/McLarenF1

Kevin Magnussen virðist aftur á leið til keppni í formúilu-1 og þá fyrir hið nýja lið Renault. Útlit er fyrir að hann komi í stað Pastors Maldonado.

Ágreiningur mun hafa sprottið upp á milli Renault og venezúelska olíufélagsins PDVSA, sem keypt hefur keppnissæti undir Maldonado fyrir fúlgur fjár, fyrst hjá Williams og síðar Lotus, sem Renault keypti í fyrrahaust.

Olíufélagið hefur ekki farið varhluta af lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og orðið fyrir miklu tekjutapi. Hefur það dregið greiðslur vegna Maldonado á langinn og hefur með því sett  sæti hans hjá Renault í uppnám.

Franska liðið sagði í upphafi að Maldonado fylgdi með í kaupunum á Lotus og myndi keppa 2016 ásamt breska nýliðanum Jolyon Palmer. Nú mun það hins vegar allt í loft upp og leysist  samningur hans upp vegna vanefnda PDVSA verður leiðin greið fyrir Magnussen sem ekki var ráðinn áfram sem reynslu- og varaökumaður McLaren í fyrrahaust.

Frá þessu segir breska akstursíþróttaritið Autosport en talsmenn Renault hafa ekkert viljað tjá sig um fregnina. Málið mun skýrast á miðvikudaginn í næstu viku er Renault kynnir hið nýja lið sitt og keppnisbíl í París.

Pastor Maldonado gæti verið á útleið úr formúlunni.
Pastor Maldonado gæti verið á útleið úr formúlunni. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert