Galt fyrir slæma ræsingu

Kimi Räikkönen segir að misheppnuð ræsing af sinni hálfu hafi farið með allar vonir hans um að geta keppt um sigur í Barein.

Räikkönen hóf keppni af fjórða rásstað en hóf keppni þriðji eftir vélarbilun liðsfélaga hans Sebastians Vettels á upphitunarhringnum. Féll hann niður í fimmta sæti á fyrstu metrunum og var orðinn 10 sekúndum á eftir Nico Rosberg er hann hafði komist upp í annað sætið.

„Úrslitin eru ekki sem verst en ég tók illa af stað og eftir nokkra hringi var ég heilum brautarkafla á eftir Nico,“ segir Räikkönen. „Það var býsna erfitt að vinna sig út úr vandræðunum en við gerðum það sem við gátum.

Þetta var í áttunda sinn í 11 tilraunum sem Räikkönen kemst á pall í Barein. Segir hann Ferrari þurfa leggja hart að sér við að bæta endingu keppnisbílanna. Féll hann sjálfur úr leik vegna bilunar í fyrsta móti ársins, í Melbourne fyrir hálfum mánuði.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert