„Eins og hjónarúm í yfirstærð“

Framvænginn vantaði á bíl Lewis Hamilton eftir samstuð í annarri …
Framvænginn vantaði á bíl Lewis Hamilton eftir samstuð í annarri beygju í Sjanghæ. mbl.is/afp

Lewis Hamilton var ekki par ánægður með meðfærileika Mercedesbílsins í kappakstrinum í Sjanghæ og líkti honum við það að aka „hjónarúmi í ofurstærð“.

Ástæða óhemju bílsins nefndi hann skemmdir sem á bílnum urðu við samstuð þeirra Felipe Nasr hjá Sauber í annarri beygju á fyrsta hring. Varð hann að fara inn að bílskúr og fá nýjan framvæng.

Gefur hann til kynna að meira hafi skemmst á Mercedesbílnum en vængurinn. „Hann var tvímælalaust erfiður,“ sagði hann um kappaksturinn. 

Hann sagðist hafa átt gott start sem væri erfitt að spila úr þegar menn þyrftu að hefja keppni af aftasta rásstað. Hann hafi reynt að komast hjá því að dragast inn í vandamál millil ökumanna á undan sér en mistekist það.

„Ég er viss um að einhverjar straumfræðilegar skemmdir hafi orðið við samstuðið, jafnvel fjöðrunin hafi laskast líka því bíllinn dúaði svakalega, svona eins og hjónarúm í yfirstærð,“ sagði Hamilton.

Lewis Hamilton varð að fá nýja trjónu við lok fyrsta …
Lewis Hamilton varð að fá nýja trjónu við lok fyrsta hrings í Sjanghæ. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert